li­akeppni Ý keilu

Keila er lÚtt og skemmtileg Ý■rˇtt og alveg tilvali­ fyrir vinnusta­i og vinahˇpa til a­ hittast og gera eitthva­ gaman saman. Skrßning: Sendu t÷lvupˇst

Li­akeppnin Ý keilunni

Keila er létt og skemmtileg íþrótt og alveg tilvalið fyrir vinnustaði og vinahópa til að hittast og gera eitthvað gaman saman.

Skráning: Sendu tölvupóst með nafni á liðinu ykkar á keilan@keilan.is ásamt nafni liðstjórans og GSM númer hjá honum, en ef þú ert í einhverjum vafa, þá hringirðu bara í Þorgeir keilugreifa 866-4306 sem veit allt um allt sem viðkemur keilu.

Spilafyrirkomulag: Spilaðir verða 3 leikir hvert kvöld og heildarfjöldi stiga lagður saman til að finna út sigurvegarana. Í hverju liði eru 3 keppendur sem mæta hverju sinni, en gott að hafa 4 eða fleiri í liðinu ef einhver forfallast. Hvert kvöld kostar 1500 krónur á spilara eða 500 kr leikurinn á manninn.

Hvenær? Auglýst hér á síðunni hvenær hvaða lið mætast. Það þarf að skipa einn liðstjóra í hverju liði sem fær tölvupóst og sms um næstu viðureign liðsins.

Hvað er forgjöf? Forgjöf reiknast á alla nýja og reynda spilara. Full forgjöf nýliða er 64 stig á leik. Taktu eftir að þú spilar 3 leiki hvert kvöld og færð því 192 stig gefins áður en keppnin hefst. Reyndari spilarar með skráð meðaltöl fá því lægri forgjöf en óvanir.

Minnispunktar: Senda tölvupóst með nafni liðsins, liðstjórans og GSM númer hans. Mæta með hressleikan og spilagleðina og þá klikkar ekkert.

  • Coca Cola
  • Emmessis

Sta­setningKeilan
HafnarstrŠti 26
s. 461 1126
mßn-fim 14:00 til 23:30
f÷s & lau 11:00 til 23:30
sunnudaga 14:00-22:00

Pˇstlisti

Við erum
á facebook